Fallegt bros from í hringi by Woolly Kind
Tracklist
| 5. | Fallegt bros | 7:18 |
Lyrics
mér finnst þú vera með fallegt bros
og ég held að ég segi þér það ekki nógu oft
þegar þú brosir er ekkert annað sem ég vil
sjá, því að þá finnst mér ekkert annað skipta
máli, en þú skiptir mig máli
(skiptir ekkert annað máli?)
skiptir ekkert máli?
skiptir þetta lag einhverju máli?
til hvers er þetta lag?
hvað þýðir þetta lag?
hvar á ég að byrja?
hvenær kemur kórusinn?
ég finn fyrir einhverri tilfinningu
og ég finn fyrir einhverri hlýju
því að hlýjan þín er svo aðdáunarverð
og mér er svo ótrúlega ótrúlega kalt
því kuldinn kom inn, en nú er hann farinn
og mér líður ekkert betur
því satt að segja, þá hef ég saknað ég hans
mér finnst þú vera með fallegt bros
viltu að ég segi þér það oftar
ég get reynt en þú þarft að segja mér
við vorum ekki að smella saman
en það er allt í lagi, því að þetta lag er ekki um það
(hvað er það um þá!?)
þetta er um að ímynda sér eitthvað
sem ég vildi að myndi meika sens
getur þú ímyndað þér hvað ástúð er skrítið fyrirbæri
og sambönd þar sem allt snýst um að sýna öllum öðrum
en ég vil bara sýna þér og engum öðrum
hvað ég á við
en ég kunni ekki við það svo vel
ég kann það í rauninni ekki ennþá en hey
ég geri mitt besta, það er það sem skiptir
máli... er það ekki?
þú getur talað við mig
ég vil brosa! ég vil dansa!
ég vil semja! ég vil öskra!
ég vil brosa! ég vil hoppa!
ég vil gera eitthvað! en geri ég eitthvað?
mér finnst þú vera með fallegt bros
viltu að ég segi þér það oftar
ég get reynt en þú þarft að segja mér
því ég veit ekki hvað þú hugsar eða vilt
en ég þyrfti að bæta mig í þessu
og ég veit að ég brosi ekki nógu oft
og ég ætti að byrja með því að segja þér
eitthvað yfirhöfuð
þú getur talað við mig
ég vil brosa! ég vil dansa!
ég vil semja! ég vil öskra!
ég vil brosa! ég vil hoppa!
ég vil gera eitthvað! en geri ég eitthvað?
mér finnst þú vera með fallegt bros
viltu að ég segi þér það oftar
ég get reynt en þú þarft að segja mér
því ég veit ekki hvað þú hugsar eða vilt








