Bergmál from Enclose by Sunna Fridjons
Tracklist
| 3. | Bergmál | 4:42 |
Lyrics
Svitinn lekur meðfram skakkri hryggjarsúlunni.
Stunurnar óma.
Höggin lenda á hvössum steininum.
Ég kalla, en heyri bara bergmál.
Það skrjáfar í mölinni undan þungum skrefunum.
Kletturinn umvefur allt,
Og hvergi sést til himins.
Hellirinn gleypir mig.
Ég vil komast aftur heim,
Og hverfa burt langt út í geim.
Hér ríkir grafarþögn í myrkrinu.
Rauðir dropar drjúpa í takt,
Hjartað slær í lófanum.
Tunglið er tælandi,
En hellirinn er allt sem ég sé.
Svitinn lekur meðfram skakkri hryggjarsúlunni.
Hellirinn gleypir mig.
Ég vil komast aftur heim,
Og hverfa burt langt út í geim.
Credits
from Enclose,
track released January 8, 2018








